fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Kergja á meðal Skagamanna og starf Jóns í hættu: Hafa hringt í þessa fjóra menn – Skýtur á þá sem „hafa ekki komið með neitt að borðinu nema servíettur“

433
Þriðjudaginn 20. júní 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Lengjudeild karla, hefði fengið að taka pokann sinn ef síðasti leikur gegn Þrótti R. hefði tapast. Þetta kom fram í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is í gær.

ÍA vann leikinn 6-3 eftir að hafa verið 1-3 undir. Skagamenn hafa farið erfiðlega af stað í deildinni en hafa nú unnið tvo leiki í röð, gegn Þrótti og Ægi.

„Staða Jóns Þórs er ekki öruggari en svo að hann hefði verið farinn með tapi þarna,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í nýjasta þætti Lengjudeildarmarkanna.

„Skagamenn eru búnir að hlera nokkra menn. Þetta eru Óli Jó, Gústi Gylfa, Bjössi Hreiðars og Brynjar Björn.“

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur er hissa á þessu.

video
play-sharp-fill

„Mér finnst þetta áhugavert og ég bjóst við því sjálfur að Skagamenn myndu standa aðeins lengur með sínum manni. Þeir eru búnir að fjárfesta í honum, hann búinn að fá sína leikmenn og á að koma að þessari uppbyggingu þeirra. Þetta er smá sérstakt.“

Heyrst hefur að ósætti sé innan leikmannahópsins með mikinn spiltíma hins 16 ára gamla Daniels Inga Jóhannessonar, en hann er á leið til Nordsjælland.

„Það er kergja á bak við tjöldin. Leikmenn eru ósáttir og einhverjir þeirra pirraðir á hvað Daniel Ingi er að spila mikið í ljósi þess að hann er að fara,“ segir Helgi.

Hrafnkell bendir á að leikmaðurinn ungi hafi séð til þess að Skagamenn sóttu þrjú stig gegn Ægi á dögunum.

„Þegar þú ert með 18-20 manna leikmannahóp eru alltaf 5-6 pirraðir á bekknum. Þeir eru pirraðir á að hann sé að spila þar sem hann er að fara en Daniel Ingi vann leikinn á móti Ægi. Ég held að þessir gaurar mættu aðeins setjast niður og fá sér kaffibolla.

Daniel Ingi er frábær leikmaður sem Skaginn er búinn að ala upp og hann á skilið sína meistaraflokksleiki áður en hann fer út. Hann er búinn að koma með helling að borðinu á meðan sumir leikmenn á Skaganum hafa ekki komið með neitt að borðinu nema servíettur.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
Hide picture