fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Einn ein stjarnan fær gylliboð frá Sádi-Arabíu – Bjóða honum 18 milljarða fyrir fjögur ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heung-Min Son er enn einn leikmaðurinn sem hefur verið boðinn risasamningur í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir.

Hinn þrítugi Son hefur verið algjör lykilmaður fyrir Tottenham undanfarin ár en átti reyndar ekki sitt besta tímabil í ár.

Samkvæmt ESPN hefur Al Ittihad í Sádi-Arabíu, félagið sem nú er með Karim Benzema og brátt N’Golo Kante innanborðs, boðið Son fjögurra ára samning.

Myndi sá samningur í heildina færa honum rúmar 100 milljónir punda, tæpa 18 milljarða íslenskra króna.

Son á tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham og er ólíklegt að félagið hlusti á tilboð í hann í sumar.

Félagið gæti verið að missa Harry Kane frá sér, en framherjinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði