fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Hundrað og fimmtíu ökumenn myndaðir við að keyra of hratt

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 15:36

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu á vef lögreglunnar í dag kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi viðhaft umferðareftirlit í Garðabæ í morgun og myndað hraðakstursbrot ökumanna. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt á Reykjanesbraut á móts við Miðgarð íþróttamiðstöð. Á einni klukkustund, í morgun, fóru 1.155 ökutæki þessa akstursleið. Af þeim voru 150, 13 prósent, yfir leyfilegum hámarkshraða.

Á þessum vegarkafla er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund en meðalhraði hinna brotlegu var 95 kílómetrar á klukkustund. Alls óku 20 ökumenn á 100 kílómetra hraða á klukkustund eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 117 kílómetra hraða.

Segir lögreglan að þessi vöktun sé liður í umferðareftirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og að skýjað og þurrt hafi verið á meðan mælingunni stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út