fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Heitar umræður sköpuðust eftir færslu Magnúsar: Hafliði talar um „vonda afsökun“ – „Það er vafasamt að halda því fram“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlalið Breiðabliks hefur þurft að spila þrjá leiki á grasvöllum það sem af er í Bestu deildinni. Það er óhætt að segja að vellirnir hafi ekki verið í sínu besta ásigkomulagi.

Blikar voru fyrsta liðið í Bestu deild karla til að heimsækja Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum, Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur og svo fyrsta liðið til spila á grasvellinum í Keflavík á dögunum. Stuðningsmannasíða Breiðabliks, Blikar.is, benti á þetta á Twitter eftir markalaust jafntefli í Keflavík.

Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon tjáði sig einnig um þetta á Twitter. Fyrir landsleikjahléið verður Breiðablik búið að spila 4 grasleiki á meðan Víkingur R. hefur spilað einn og Valur engann. Miðað við grasvellina á Íslandi er það nú ekki kostur!“ skrifaði hann, en Blikar heimsækja Kaplakrika í þarnæstu umferð.

Hafliði Breiðfjörð, eigandi Fótbolta.net, svaraði skrifum Magnúsar. „Má ekki gleyma að grasvellir eru jafngóðir eða slæmir fyrir bæði lið og þetta er vond afsökun fyrir úrslitum. Alveg jafn vond og að kvarta yfir veðri, dómara, vallarþulnum, sjoppunni eða öðru sem menn vilja kenna um. Bæta sig bara innan vallar og hafa einbeitinguna þar.“

Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður. „En þeir eru ekki jafn góðir fyrir lið sem spila á vondum grasvöllum vs. lið sem spila á betri grasvöllum síðar,“ skrifaði Örvar Arnarsson.

Hafliði svarað: „Breiðablik hefur spilað fleiri grasleiki en flest lið samt sem áður. Ættu að vera bestir á þeim þá kannski?“

„Mögulega. En gras og gras er ekki það sama. Sérstaklega undanfarið. Kannski það sem verið er að benda á. Fleiri lið fengið að kynnast því sama (KR, FH td). Svo eru engar reglugerðir til um gæði grass, bara gervigrass – sem er spes,“ sagði Örvar þá.

Þórður Einarsson þjálfari benti á að lélegir grasvellir hefðu einstaklega mikil áhrif á lið eins og Blika. „Lélegur völlur hefur afgerandi áhrif á spilamennsku liða sem leika í gegnum línur, spila þrengra og tengja hraðar. Vondur grasvöllur er mikið betri fyrir lið sem hyggjast verja markið, hægja a leikjum, sparka yfir línur, treysta á föst leikatriði og líkamlega stöðubarattu.“

Hafliði tók til máls á ný og svaraði Þórði. „Þá er bara að undirbúa liðið sitt fyrir þær aðstæður sem verður spilað við. Það er vitað fyrirfram.“

Að lokum skrifaði Þórður. „Sjálfsögðu þarf undirbuning sem öll lið gera. En það er ljóst, þegar völlur hefur áhrif á styrkleika annars liðsins, að það er vafasamt að halda því fram að það komi jafnt niður á báðum liðum ef völlur er óspilhæfur. Og svo það sé sagt, allir grasvellirnir í deildinni eru ónothæfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“