fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Nýtt myndband vekur athygli – Staðfestir þetta að skotmark Arsenal sé á förum?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. maí 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi líklegt að Declan Rice sé á förum frá West Ham í sumar. Nýtt myndband ýtir undir það.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um Rice. Það er í forgangi hjá Mikel Arteta að styrkja miðsvæði sitt.

Hamrarnir vilja þó allt að 120 milljónir punda fyrir leikmanninn svo Arsenal þarf að rífa upp veskið.

Rice á ár eftir af samningi sínum við West Ham en félagið á möguleika á að framlengja þann samning um ár.

Miðjumaðurinn ætlar ekki að gera nýjan samning við West Ham svo félagið þarf að selja hann í sumar til að fá góða summu fyrir hann.

Það er líklegt að Rice hafi verið að spila sinn síðasta heimaleik með West Ham um helgina. Þá skoraði hann í 3-1 sigri á Leeds.

Eftir leik mátti sjá bróðir leikmannsins tala við David Moyes, stjóra West Ham. Vilja margir meina að hann hafi sagt við hann: „Síðasti leikurinn.“

Ýtir þetta enn frekar undir að Rice sé á förum.

Hann getur þó lokað ferli sínum hjá West Ham með titli. Liðið er komið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, þar sem andstæðingurinn verður Fiorentina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir