fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir hópnauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. maí 2023 09:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 17. maí var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur tveimur karlmönnum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað komu í samverknaði á heimili annars þeirra. Einnig eru mennirnir sakaðir um að hafa þvingað konuna til að taka inn kókaín.

Meintu broti er lýst þannig í ákæru:

„…með ofbeldi og ólögmætri nauðung, í félagi haft önnur kynferðismök en samræði við A, kt. 000000-0000, án hennar samþykkis, en ákærði X kleip í handlegg A, hélt höndum hennar föstum og reif endurtekið í hár hennar og tók hana hálstaki, og ákærðu báðir settu fingur sína upp í munn hennar og settu getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvinguðu hana til að hafa við þá munnmök og meðan á þessu stóð þukluðu ákærðu báðir á brjóstum hennar innanklæða og kynfærum hennar utanklæða, og þvinguðu hana til að taka kókaín, allt með þeim afleiðingum að A hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg.“

Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er einkaréttarkrafa á hendur mönnunum þar sem konan krefst miskabóta að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Í gær

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni