Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur á undanförnum vikum verið að reyna að halda stressinu hjá leikmönnum sínum niðri.
Það gekki ekki vel þar sem Arsenal hefur kastað frá sér sigri í ensku úrvalsdeildinni, er City nú einum sigri frá því að vinna deildina.
Arteta ákvað hins vegar að fjárfesta í hundi sem býr nú á æfingasvæði félagsins, á hann að róa leikmennina niður með nærveru sinni.
Um er að ræða Labrador hund sem heitir „Win“ eða sigur á íslensku. Arteta vildi fá hundinn og fékk það í gegn.
Arteta hefur á undanförnum árum farið nýjar leiðir til að ná til leikmanna og halda þeim á tánum og vekur þetta nýjasta útspil hans athygli.