Breiðablik hefur bæst í hóp þeirra liða sem eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla.
Liðið hafði betur gegn Þrótti R. í 16-liða úrslitum í dag. Leikið var í Laugardal.
Blikar komust yfir með marki Viktors Karls Einarssonar eftir hálftíma leik. Gestirnir leiddu í hálfleik.
Þeir tvöfölduðu svo forystu sína á 57. mínútu þegar Klæmint Olsen kom boltanum í netið.
Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu. Gísli Eyjólfsson fór á punktinn en Sveinn Óli Guðnason sá við honum í marki Þróttar.
Stefán Ingi Sigurðarson innsiglaði svo 0-3 sigur Blika í uppbótartíma. Eru þeir því sem fyrr segir komnir í 8-liða úrslit.
Þróttur R 0-3 Breiðablik
0-1 Viktor Karl Einarsson
0-2 Klæmint Olsen
0-3 Stefán Ingi Sigurðarson