fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Þrjú stórlið spurst fyrir um stjörnu Arsenal – Þurfa að semja sem fyrst

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 18:30

Saliba í baráttunni í leiknum gegn City fyrr á leiktíðinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vill semja við William Saliba sem fyrst. Það er áhugi á kappanum annars staðar frá.

Miðvörðurinn ungi fór á kostum með Arsenal áður en hann meiddist fyrr í vor. Hann er frá út tímabilið.

Saliba gekk í raðir Arsenal árið 2019 en hefur þrisvar verið lánaður út. Um tíma leit út fyrir að hann ætti ekki framtíð hjá Lundúnafélaginu en annað hefur komið á daginn á þessari leiktíð.

Það er þó aðeins ár eftir af samningi Saliba við Arsenal.

RMC Sport segir að þrjú stórlið hafi spurst fyrir um leikmanninn.

Arsenal þarf því að hafa hraðar hendur að semja við Saliba. Liðið þarf á honum að halda á næstu leiktíð, en það er að snúa aftur í Meistaradeild Evrópu eftir sjö ára fjarveru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum