Avram Glazer einn af eigendum Manchester United sást í dag yfirgefa Claridges hótelið í London. Athygli vekur að hótelið er í eigu föður Sheik Jassim sem reynir að kaupa United.
Flestir aðilar í Bretlandi telja að Sir Jim Ratcliffe muni eignast helmings hlut í United og að Glazer fjölskyldan verði með áfram með eignarhlut.
Sheik Jassim hefur líkt og Ratcliffe lagt fram þrjú tilboð í Manchester United en aðilinn frá Katar vill eignast allt félagið.
Það að Glazer aðili hafi farið á hótel í eigu fjölskyldunnar gefur því þó undir fótinn að Sheik Jassim sé enn með í samtalinu.
Búist er við að málið fari að skýrast en Raine Group í Bandaríkjunum sér um söluferlið.
Avram Glazer pictured at hotel owned by Sheikh Jassim's father amid Man Utd takeover bidhttps://t.co/V4eEMaYvd3 pic.twitter.com/kLDXxXxs1B
— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2023