fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Veltir því fyrir sér hvort Arnar Gunnlaugs sé ekki með bömmer þegar hann sér Adam Ægi blómstra

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. maí 2023 18:30

Adam Pálsson ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um hinn magnaða Adam Ægi Pálsson leikmann Vals í Þungavigtinni í dag. Adam hefur verið í góðu formi eftir að Valur keypti hann frá Víkingi í vetur.

Adam blómstraði á láni hjá Keflavík á síðustu leiktíð en Víkingur var tilbúið að selja hann og valdi Adam að fara í Val.

„Ég hef haft trú á honum í fjögur ár, eftir að hann sá mig æfa í World Class í Ögurhvarfi og sá mig æfa þar. Hann fékk blóð á tennurnar þar,“ sagði Mikael Nikulásson þjálfari KFA í þættinum.

Hann veltir því svo fyrir sér hvort Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings sjái ekki eftir því að hafa selt Adam. „Maður hugsar samt, sér Arnar ekki eftir því að hafa ekki gert meira með Adam Ægi,“ sagði Mikael og það taldi Ríkharð Óskar Guðnason næstum því öruggt.

„Hann var í Víkingi í vetur eftir tímabilið með Keflavík, núna er hann að springa út í Val og væri að gera það í Víking líka,“ segir Mikael.

Mikael segir að Adam hugsi bara um að vera góður í fótbolta og það virðist nú skila sér. „Hann er ekkert að vinna, hefur aldrei unnið. Er bara að vinna í þessu, það er enginn sem tekur þetta meira alvarlega í deildinni,“ sagði Mikael

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig