Fyrrum leikmenn Manchester United sem unnu Meistaradeildina 2008 eru með sérstakan WhatsApp spjallhóp þar sem þeir eru í sambandi.
Um er að ræða goðsagnir Man Utd en á meðal þeirra eru Rio Ferdinand og Patrice Evra sem hafa lagt skóna á hilluna.
Evra er víst lagður í einelti af öðrum meðlimum hópsins og er duglegur að yfirgefa spjallið en grátbiður svo um að fá að snúa aftur.
Það er Ferdinand sem greinir frá þessu en hann er sá sem þarf alltaf að bjóða Frakkanum aftur í hópinn.
,,Evra kemur og fer í spjallinu því hann er bara lagður í einelti. Það er verið að rífa hann í sig og allt sem þú sérð er: ‘Patrice hefur yfirgefið spjallhópinn,’ sagði Ferdinand.
,,Svo fæ ég skilaboð nokkrum klukkutímum seinna þar sem hann grátbiður mig um að bjóða sér aftur í hópinn.“