fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Hryllingsárás í Hafnarstræti – Sakaðir um að brjóta höfuðkúpu og andlitsbein manns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 15:51

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn tveimur tvítugum mönnum, vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 6. nóvember árið 2021. Er atvikinu lýst svo í ákæru:

„Gegn ákærðu báðum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa í Hafnarstræti framan við veitingastaðinn Mandi Pizza í Reykjavík, í félagi, veist að X, ákærði A með því að sparka í bringu X og ákærði B með því að sparka í efri búk hans, en X féll í jörðina í kjölfar þessara sparka frá báðum ákærðu, og í framhaldinu stappaði ákærði B ofan á höfði X er hann lá varnarlaus á jörðinni og þá gerðu báðir ákærðu tilraun til að sparka í hann þar sem hann lá liggjandi á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut hrufl á enni og hægra handarbaki, höfuðkúpubrot, andlitsbeinabrot ásamt mari í vinstri gagnaugaheilableðli með mildri blæðingu og opið sár í hársverði.“

Annar maðurinn er að auki ákærður fyrir minniháttar fíkniefnabrot, að hafa haft lítilsháttar af maihúana í fórum sínum.

Báðir mennirnir hafa áður komið við sögu í réttarkerfinu og fjölmiðlum. Annar þeirra var einn af þeim sem urðu fyrir árás hóps manna sem ruddust inn á næturklúbbinn Bankastræti Club í nóvember árið 2022. Hinn hlaut nýlega dóm fyrir að taka kynferðismök upp á myndskeið, samkvæmt frétt RÚV. Einnig voru þeir báðir ákærðir fyrir að veitast að manni við Kjarvalsstaði fyrir tveimur árum og neyða hann til að millifæra tæpar 900 þúsund krónur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó