fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Hrafnkell varpar ljósi á staðreynd sem fáir hafa velt fyrir sér – „Gefur okkur von“

433
Laugardaginn 6. maí 2023 07:30

Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.

Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.

Nýliðar HK hafa staðið sig ótrúlega vel það sem af er Bestu deildar karla. Liðið er í þriðja sæti með 10 stig eftir fimm leiki. Hefur það meðal annars unnið sigra á Breiðabliki og KR.

„Þetta er frábær byrjun og það sést að Ómar veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Ég fagna því. Ómar Ingi er eini þjálfarinn í deildinni sem á ekki leik í efstu deild svo þetta gefur okkur neðri deildar gómunum von,“ segir Hrafnkell og hlær.

Ómar Ingi er þjálfari HK. Mynd: HK

„Þetta er gaur sem hefur verið yngri flokka þjálfari hjá HK frá því hann var unglingur sjálfur. Eðlilega hugsa menn: Er hann með þetta á meistaraflokksstigi? Hann virðist alveg vera með þetta. Það er klárt að hann er með plan.“

Hjörvar bendir á góðan eiginleika í fari Ómars. „Hann þekkir alla leikmenn. Ég veit ekki hversu oft ég hef talað við þjálfara í efstu deild á Íslandi sem þekktu ekki leikmenn.

Ég hef margoft talað um fótbolta við Ómar og hann þekkir alla leikmenn. Mér líst alltaf vel á menn sem kunna að þjálfa en eru líka að pæla í þessu.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
Hide picture