fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Staðan á Hilmari Árna mun betri en menn héldu í fyrstu – „Þetta augnablik var óþægilegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 11:11

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór um marga þegar Hilmar Árni Halldórsson meiddist og hélt um hnéð í leik Stjörnunnar gegn FH í Bestu deild karla um síðustu helgi. Staðan á honum er hins vegar mun betri en menn þorðu að vona.

FH og Stjarnan áttust við á afar slæmum frjálsíþróttavelli fyrrnefnda félagsins. Í fyrri hálfleik virtist Hilmar festa sig í grasinu áður en hann féll til jarðar og hélt um hnéð. Kappinn missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandslita og því höfðu margir áhyggjur.

Hilmar hélt hins vegar leik áfram áður en honum var skipt af velli snemma í seinni hálfleik.

„Strax eftir leik höfðum við miklar áhyggjur. Hann bólgnaði upp á hnénu. Hann fór svo í gott tékk sem kom nokkuð vel út,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunar í samtali við 433.is í dag.

Ágúst Gylfason. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Stjarnan á leik gegn HK á mánudag en ekki er útséð með hvort Hilmar nái þeim leik.

„Hann æfði með okkur í gær og við tökum stöðuna um helgina. Það er von á honum von bráðar.

Hann verður kominn til baka fyrr en menn bjuggust við, hvort sem það verði í þessum leik eða næsta.“

Ágúst viðurkennir að það hafi farið um mannskapinn þegar Hilmar meiddist.

„Allir urðu hræddir og áhyggjufullir. Þetta augnablik var óþægilegt. Ég held að allir hafi haft áhyggur, ekki bara stuðningsmenn Stjörnunnar heldur knattspyrnuáhugafólk almennt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin