Cristiano Ronaldo komst í fréttirnar í gær eftir að hafa tekið andstæðing sinn hálstaki í leik. Um var að ræða stórleik gegn Al-Hilal sem er eitt af stóru liðunum í Sádí Arabíu.
Ronaldo leikur með Al-Nassr en liðið tapaði gegn erkifjendum sínum.
Ronaldo fékk að líta gula spjaldið í leiknum fyrir að taka andstæðing sinn harkalegu hálstaki.
Athygli vekur að Michael Oliver einn fremsti dómari Englands dæmdi leikinn. Fyrir stærstu leiki tímabilsins bjóða Sádarnir yfirleitt bestu dómurum í heimi væna greiðslu til að koma og dæma.
Atvikið með Ronaldo má sjá hér að neðan.
🚨🇸🇦| Cristiano Ronaldo gets a yellow card after taking an Al Hilal player down with a headlock 👀
pic.twitter.com/HIMfCZHYQ3— CentreGoals. (@centregoals) April 18, 2023