fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Ríkið greiddi rúmlega 7 milljarða í tannlæknakostnað á síðasta ári

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 09:00

Barn í tannréttingum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári greiddu Sjúkratryggingar Íslands rúmlega sjö milljarða vegna kostnaðar við tannviðgerðir og tannréttingar. 450 milljónir fóru í tannréttingar og restin í tannviðgerðir.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að þessi kostnaður hafi aukist nokkuð á síðustu árum.  Samkvæmt samningum við tannlækna, sem voru gerðir 2013, fá allir yngri en 18 ára gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu.

Meðalfjöldi tannviðgerða á hvert barn hefur lækkað síðan og benda gögn til að þörf á tannviðgerðum hafi verið orðin uppsöfnuð.

Þrátt fyrir að tannlækningar séu börnum að kostnaðarlausa telur Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, að um 5.000 börn skili sér ekki í reglubundið eftirlit.

Ein af ástæðunum fyrir auknum tannlæknakostnaði er fjölgun innflytjenda. Í ársbyrjun 2022 voru þeir um 16% íbúa landsins en 2012 voru þeir 8%. Mörg þúsund börn hafa bæst inn í heilbrigðiskerfið og njóta fullra réttinda. Þurfa mörg þeirra á mikilli þjónustu að halda að sögn Morgunblaðsins.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu