fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Lengsti samningur í sögu fótboltans – Kom í sumar og strax búið að framlengja

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. apríl 2023 10:55

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea á Englandi er strax búið að framlengja samning miðjumannsins Enzo Fernandez sem kom í janúar.

Blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo fullyrðir þessar fréttir en Chelsea ákvað að virkja klásúlu í samningi leikmannsins.

Fernandez kostaði 106 milljónir punda í janúar og var upphaflega samningsbundinn til 2031 en er nú bundinn til ársins 2032.

Þessi 22 ára gamli leikmaður gerði átta og hálfs árs samning til að byrja með og eftir framlenginguna er hann með lengsta samning í sögu fótboltans.

Það var alltaf möguleiki fyrir Chelsea að framlengja samning Argentínumannsins um eitt ár en félagið ákvað að nota þann möguleika mjög snemma.

Fernandez er eins og áður kom fram 22 ára gamall og er samningsbundinn þar til hann verður 31 árs gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður