Framtíð David De Gea hjá Manchester United er í algjörri óvissu. Hann virðist þó ekki stressa sig of mikið á stöðu mála.
Samningur markvarðarins rennur út í sumar. Hann hefur verið á mála hjá United síðan 2011.
De Gea er með 375 þúsund pund á viku og ljóst að hann þarf að taka á sig launalækkun, ætli hann að vera áfram á Old Trafford.
Kappinn hafnaði fyrsta samningsboði United á dögunum.
„Nú þarf að einbeita sér að leikjunum sem eru framundan. Við spilum marga leiki og það er enginn tími núna til að ræða samningsmál,“ segir De Gea um stöðu mála.
„Hugur minn er á að vera klár í að spila næstu leiki.“
United er í baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni.