fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Er þetta besta fjárfestingartækifæri ársins? Sumarhús fyrir 1,6 milljarða

Pressan
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 08:00

Umrætt sumarhús. Mynd:Claus Borg fasteignasalan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átt þú 1,6 milljarða sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við? Þá er hugsanlega kauptækifæri fyrir þig á sumarhúsi einu sem er nýkomið á sölu. Ásett verð er 1,6 milljarðar!

Húsið er á norðanverðu Sjálandi í Danmörku. Aldrei fyrr hefur svo hátt verð verið sett á sumarhús þar í landi.

Boliga skýrir frá þessu og segir að húsið sé við ströndina við Liseleje á norðurströnd Sjálands. Frábært útsýni er frá húsinu yfir Kattegat.

Húsið er til sölu hjá Claus Borg & Heilesen fasteignasölunni. Um 220 fermetra bjálkahús frá 1934 er að ræða. Með því fylgir tæp fimm hektara jörð með skógi, tennisvelli og beinum aðgangi að ströndinni.

Ef húsið selst á ásettu verði, verður það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir sumarhús í Danmörku og mun slá metið hressilega.

Boliga segir að hæsta verðið fram að þessu hafi fengist 2021 fyrir sumarhús í Tisvildeleje var selt fyrir um 880 milljónir íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“
Pressan
Í gær

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum