Húsið er á norðanverðu Sjálandi í Danmörku. Aldrei fyrr hefur svo hátt verð verið sett á sumarhús þar í landi.
Boliga skýrir frá þessu og segir að húsið sé við ströndina við Liseleje á norðurströnd Sjálands. Frábært útsýni er frá húsinu yfir Kattegat.
Húsið er til sölu hjá Claus Borg & Heilesen fasteignasölunni. Um 220 fermetra bjálkahús frá 1934 er að ræða. Með því fylgir tæp fimm hektara jörð með skógi, tennisvelli og beinum aðgangi að ströndinni.
Ef húsið selst á ásettu verði, verður það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir sumarhús í Danmörku og mun slá metið hressilega.
Boliga segir að hæsta verðið fram að þessu hafi fengist 2021 fyrir sumarhús í Tisvildeleje var selt fyrir um 880 milljónir íslenskra króna.