Tottenham verður miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni ef félagið missir Harry Kane annað næsta sumar.
Þetta segir Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur þjálfað fjölmörg lið í efstu deild þar í landi.
Kane er einn allra besti markaskorari heims og er orðaður við brottför í sumar. Kane er 29 ára gamall og á 12 mánuði eftir af sínum samningi í London.
,,Ef þeir missa Harry Kane – hvað ætla þeir að gera? Það væri risastórt vandamál. Ef þeir missa hans mörk, þeir verða miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Allardyce.
,,Ég vil ekki sýna þeim vanvirðingu en ég tel að það séu ekki margir sem geta tekið við keflinu af Harry og myndu koma til Tottenham.“
,,Tottenham er með stórkostlegan heimavöll og þetta er frábært félag en þeir geta ekki komist yfir línuna þegar það skiptir máli.“