Það er óttast að Wilfried Zaha sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Crystal Palace.
Zaha fór meiddur af velli í gær er Palace vann 2-1 sigur á Leicester en hann sást grátandi í fyrri hálfleik.
Útlit er fyrir að Zaha sé tognaður aftan í læri en hann verður samningslaus í sumar og mun líklega ekki framlengja.
Roy Hodgson, stjóri Palace, viðurkenndi eftir sigurinn að það væri óvíst hvort Zaha myndi spila aftur á tímabilinu.
Zaha hefur lengi verið mikilvægasti leikmaður Palace en mun horfa annað í sumar er samningur hans rennur út.