fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Virkilega pirraður á blaðamönnum og segir þá bulla: ,,Get ekki leyft ykkur að tala svona“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johan Micoud, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, hefur komið stórstjörnunni Lionel Messi til varnar.

Franskir miðlar sem og fyrrum leikmenn Paris Saint-Germain hafa sagt að Messi sé alveg sama um gengi PSG og vilji bara komast burt sem fyrst.

Talað er um að Messi sé ekki að reyna sitt besta til að koma í veg fyrir að skrifa undir nýjan samning í París.

Micoud tekur þetta alls ekki í mál og segir að fólk sé einfaldlega að bulla og viti ekkert um viðhorf Messi í frönsku höfuðborginni.

,,Þú getur ekki sett orð í hans munn. Hvað gerir þér kleift að segja að honum sé alveg sama um PSG?“ sagði Micoud.

,,Sagði hann ykkur það? Nei en þið látið þannig. Þið getið sagt að hann sé ekki ánægður hérna en ekki að PSG skipti engu máli.“

,,Ég sé það ekki á vellinum, ég sé engan leikmann með þannig líkamstjáningu. Ég get ekki leyft ykkur að tala svona, þetta er ekki satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern