fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Virkilega pirraður á blaðamönnum og segir þá bulla: ,,Get ekki leyft ykkur að tala svona“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johan Micoud, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, hefur komið stórstjörnunni Lionel Messi til varnar.

Franskir miðlar sem og fyrrum leikmenn Paris Saint-Germain hafa sagt að Messi sé alveg sama um gengi PSG og vilji bara komast burt sem fyrst.

Talað er um að Messi sé ekki að reyna sitt besta til að koma í veg fyrir að skrifa undir nýjan samning í París.

Micoud tekur þetta alls ekki í mál og segir að fólk sé einfaldlega að bulla og viti ekkert um viðhorf Messi í frönsku höfuðborginni.

,,Þú getur ekki sett orð í hans munn. Hvað gerir þér kleift að segja að honum sé alveg sama um PSG?“ sagði Micoud.

,,Sagði hann ykkur það? Nei en þið látið þannig. Þið getið sagt að hann sé ekki ánægður hérna en ekki að PSG skipti engu máli.“

,,Ég sé það ekki á vellinum, ég sé engan leikmann með þannig líkamstjáningu. Ég get ekki leyft ykkur að tala svona, þetta er ekki satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“