fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. mars 2023 20:00

Mynd: Andri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Mugison óskaði eftir aðstoð Íslendinga fyrr í dag við textaskrif fyrir nýjasta lag sit, É dúdda mía.

„Var búinn að safna svona skemmtilegum og skrítnum íslenskum frösum í eitt skjal í tölvunni til að nota í laginu – en skjalið ákvað að eyða sér! Nú man ég bara É dúdda mía, Hviss Bamm Búmm, Obbossí – dettur þér eitthvað svipað í hug? Ekki verra ef maður getur sagt það á innsoginu,“ segir Mugison í færslu á Facebook.

299 svör hafa verið skrifuð undir færsluna þegar þetta er skrifað og virðist nóg til af skemmtilegum frösum á íslenskri tungu.

Helduru að það sé, aaalveeeeg, segðu, ligga ligga lái, jamm og jæja, seisei já og je minn eini, spinnigal, jahéddnahér og get svo svaaaarið það eru á meðal frasa sem stungið er upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025