fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Íslensku landsliðin leika með sorgarbönd í þremur leikjum í vikunni til að heiðra minningu Þuríðar Örnu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 14:31

Mynd: Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú landslið Íslands í knattspyrnu munu leika með sorgarbönd í landsleikjum sínum í vikunni og heiðra minningu Þuríðar Örnu Óskarsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.

Undir 17 ára- og undir 19 ára landslið karla hefja leik í milliriðlum undankeppni EM 2023 á miðvikudag, og á fimmtudag leikur A landslið karla sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2024, gegn Bosníu-Hersegóvínu.

Í þessum þremur leikjum munu íslensku liðin leika með sorgarbönd til að heiðra minningu Þuríðar Örnu Óskarsdóttur, sem féll frá nýlega eftir löng og erfið veikindi. Þuríður var dóttir Óskars Guðbrandssonar og Áslaugar Hinriksdóttur, en Óskar Örn er starfsmaður KSÍ.

Knattspyrnusambandið vottar fjölskyldunni innilega samúð sína.

„Blessuð sé minning Þuríðar Örnu,“ segir í tilkynningu KSÍ.

U17 karla mætir Svartfjallalandi á miðvikudag og U19 karla leikur við Tyrkland. Ákveðið hafði verið fyrir nokkru síðan að leika með sorgarbönd í leik U19 karla í virðingarskyni við allt það fólk sem lést eða á um sárt að binda vegna jarðskjálftanna sem skullu á Tyrklandi og Sýrlandi fyrr á árinu, og er ástæðan fyrir sorgarböndum í þeim leik því tvíþætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ