fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Bayern Munchen rotaði PSG – Tottenham úr leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 22:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur einvígum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bayern Munchen og A.C. Milan tryggðu sig áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Paris Saint-Germain og Tottenham sitja eftir með sárt ennið.

Í Munchen í Þýskalandi mættust heimamenn í Bayern Munchen og franska stórliðið Paris Saint-Germain. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Bayern.

Fyrsta mark leiksins kom á 61. mínútu, það skoraði fyrrum leikmaður Paris Saint Germain, Eric Maxim Choupo-Moting fyrir Bayern Munchen.

Það var síðan Þjóðverjinn Serge Gnabry sem rak smiðshöggið á frábæran sigur Bayern Munchen með marki á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo.

Þýska liðið tryggði sér því áfram með samanlögðum 3-0 sigri úr einvígi liðanna. Stjörnu prýtt lið PSG er því dottið úr leik og þarf enn einu sinni að sætta sig við tímabil án þess að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn.

Tottenham úr leik

Í Norður-Lundúnum tóku heimamenn í Tottenham Hotspur á móti ítalska stórliðinu A.C. Milan. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri A.C. Milan.

Ekkert mark var skorað í leik liðanna í kvöld og því fer A.C. Milan áfram í átta liða úrslit keppninnar með marki skoruðu úr fyrri leiknum.

Leikmenn Tottenham sitja eftir með sárt ennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur