fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Bayern Munchen rotaði PSG – Tottenham úr leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 22:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur einvígum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bayern Munchen og A.C. Milan tryggðu sig áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Paris Saint-Germain og Tottenham sitja eftir með sárt ennið.

Í Munchen í Þýskalandi mættust heimamenn í Bayern Munchen og franska stórliðið Paris Saint-Germain. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Bayern.

Fyrsta mark leiksins kom á 61. mínútu, það skoraði fyrrum leikmaður Paris Saint Germain, Eric Maxim Choupo-Moting fyrir Bayern Munchen.

Það var síðan Þjóðverjinn Serge Gnabry sem rak smiðshöggið á frábæran sigur Bayern Munchen með marki á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo.

Þýska liðið tryggði sér því áfram með samanlögðum 3-0 sigri úr einvígi liðanna. Stjörnu prýtt lið PSG er því dottið úr leik og þarf enn einu sinni að sætta sig við tímabil án þess að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn.

Tottenham úr leik

Í Norður-Lundúnum tóku heimamenn í Tottenham Hotspur á móti ítalska stórliðinu A.C. Milan. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri A.C. Milan.

Ekkert mark var skorað í leik liðanna í kvöld og því fer A.C. Milan áfram í átta liða úrslit keppninnar með marki skoruðu úr fyrri leiknum.

Leikmenn Tottenham sitja eftir með sárt ennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum