fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Afhjúpa athyglisverð smáatriði í samningi Neymar – Má ekki tala illa um vinnuveitendur sína

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska stórstjarnan Neymar þénar ansi vel hjá Paris Saint-Germain.

Hann gekk í raðir PSG frá Barcelona árið 2017 fyrir 200 milljónir punda og varð þar með dýrasti leikmaður sögunnar.

Nú hefur spænska blaðið El Mundo birt áhugaverð smáatriði í samningi Neymar hjá PSG.

Þar kemur fram að leikmaðurinn þéni rúmlega 540 þúsund evrur, um 81 milljón íslenskra króna, á mánuði fyrir að vera kurteis, stundvís, vingjarnlegur og opinn fyrir því að ræða við aðdáendur.

Þá greinir blaðið einnig frá því að samkvæmt samningi Neymar megi hann ekki gagnrýna taktískt upplegg PSG og að hann eigi að forðast það að viðhafa neikvæð ummæli um félagið og þá sem þar starfa.

Það var greint frá því í gær að Neymar þyrfti að fara í aðgerð og að hann missi af 3-4 mánuðum með PSG.

Brasilíumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla og þarf hann að fara undir hnífinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar