fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Vendingar á stöðu Kane fyrir sumarið: Fullyrða að Manchester United hafi stigið mikilvægt skref – Þetta myndi auka líkurnar á að hann endi á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 08:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfrétt birtist í enska götublaðinu The Sun í morgunsárið af Harry Kane. Þar kemur fram að hjá Manchester United séu menn nokkuð bjartsýnir á að landa framherjanum. Til þess þyrfti þó eitt og annað að ganga upp.

Hinn 30 ára gamli Kane hefur verið orðaður við United undanfarið. Samningur enska landsliðsfyrirliðans við Tottenham rennur út eftir næstu leiktíð.

Tottenham er sem stendur í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Á sama tíma er United í góðri stöðu hvað það varðar.

Æðstu menn á Old Trafford hafa sett sig í samband við fulltrúa Kane í gegnum þriðja aðila. Gengu þeir bjartsýnir frá því samtali og telja að vel raunhæft verði að fá leikmanninn ef Tottenham mistekst að landa Meistaradeildarsæti.

Tottenham er sagt vilja um 100 milljónir punda fyrir Kane í sumar, þrátt fyrir að hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum. United telur að félagið lækki verðmiðann ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina.

Það má ætla að hugsanleg kaup United á Kane velti einnig á því hvort nýir eigendur frá Katar komi inn í félagið, eins og rætt hefur verið um. Glazer-fjölskyldan, sem nú á Rauðu djöflanna, hefur ekki viljað dæla peningum í leikmenn undanfarið.

Sumarið 2021 var Kane nálægt því að fara til Manchester City en allt kom fyrir ekki. Nú er félagið í bláa hluta Manchester komið með Erling Braut Haaland og verður því ekki með í neinni baráttu um Kane.

Englendingurinn á enn eftir að vinna titil á ferli sínum. Hann er þegar orðinn markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en gæti farið að þyrsta í eitthvað meira.

Á þessari leiktíð hefur Kane skorað 18 mörk fyrir Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar