fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Henry hótaði að yfirgefa settið í beinni eftir þessa spurningu – Sjáðu þegar Carragher ýtti á hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry var allt annað en hrifinn af spurningu sem hann fékk í setti CBS Sports í gær.

Henry fjallar um Meistaradeild Evrópu á stöðinni ásamt þeim Micah Richards og Jamie Carragher. Kate Abdo stýrir umfjölluninni.

Eins og flestir vita er Henry goðsögn hjá Arsenal. „Hefðir þú getað spilað fyrir Spurs?“ spurði Abdo hann í gær.

„Ég geng út. Hvað í fjandanum?“ sagði Henry eftir þessa spurningu um erkifjendur Arsenal.

„Ég hefði getað farið til andstæðings Arsenal í úrvalsdeildinni en ég hafnaði því,“ bætti hann þó við.

Carragher varð þá forvitinn. „Reyndi Spurs að fá þig?“ Henry neitaði.

„Hvaða félag var það? Manchester United?“ spurði Carragher en fékk ekkert svar frá Frakkanum.

Henry skoraði  226 mörk í 369 leikjum fyrir Arsenal áður en hann hélt til Barcelona 2007.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan en Henry fær spurninguna eftir um 9 mínútur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld