fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Hákon ræddi atvikið sem var á allra vörum – ,,Maður þarf að vera al­­menni­­legur“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haralds­son, at­vinnu­maður í knatt­spyrnu hjá FC Kaup­manna­höfn var gestur í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó sem var á dag­skrá Hring­brautar á föstu­daginn síða­t­liðinn. Þar fór Hákon, sem vakið hefur verð­skuldaða at­hygli með FC Kaup­manna­höfn og ís­lenska lands­liðinu, vel yfir sviðið.

Hákon fór ungur að árum frá Skaganum til Kaup­manna­hafnar og nú er hann orðinn reglu­legur byrjunar­liðs­maður hjá fé­laginu. Bene­dikt Bóas, um­sjónar­maður Í­þrótta­vikunnar, hjó eftir því í við­tali á dögunum, hversu góður Hákon er orðinn að tjá sig á dönsku.

video
play-sharp-fill

Varstu alltaf sleipur í dönskunni?

„Nei það er nefni­­lega málið, mér fannst alltaf ó­­­geðs­­lega leiðin­­legt í dönsku í skóla. Helst hefði ég verið til í að fara bara ekkert yfir höfuð í dönsku­­tímana.

Kennarinn minn sagði akkúrat við mig á sínum tíma að ég myndi þurfa að nota dönskuna í fram­­tíðinni og ég sagði bara á móti ´gleymdu því´

Núna er ég búinn að vera hérna í Kaup­manna­höfn í þrjú ár og kann hana mjög vel.“

Þrátt fyrir að Hákon sé orðinn sleipur í dönskunni, þá eiga heima­­menn stundum erfitt með að skilja hana.

„Danirnir eiga stundum erfitt með að skilja hvað ég er að segja. Danskan er samt sem áður að mörgu leiti lík ís­­lenskunni, á­­kveðin orð eru afar lík ís­­lenskum orðum. Ef maður kemst yfir fram­burðinn og það hvernig á að tala dönskuna, þá er eftir­­­leikurinn auð­veldur.“

Þarf að hegða sér almennilega

Hákon Arnar hefur klifið upp met­orða­­stigann hjá FC Kaup­manna­höfn, byrjað í yngri liðum fé­lagsins og nú er hann fasta­­maður í aðal­­liðinu. Þar er haldið vel utan um hann.

„Það hefur verið vel hugsað um mig öll árin sem ég hef verið hérna. Þegar að ég gekk í raðir fé­lagsins var passað upp á að ég fengi góða íbúð og allt svo­­leiðis.“

Svo eru gerðar kröfur á leik­­menn utan vallar.

„Fé­lagið gerir kröfu á að við göngum í skóla og hegðum okkur al­­menni­­lega utan vallar. Ef þú hagar þér ekki al­­menni­­lega, þá ert þú ekkert að fara vera í liðinu. Maður þarf að vera al­­menni­­legur og á móti mun fé­lagið þá hugsa vel um þig.“

Vöktu heimsathygli

Bene­dikt Bóas rifjaði þá upp at­vik sem fór eins og eldur um sinu á sam­­fé­lags­­miðlum en á mynd­bandi sem tekið var upp í búnings­­klefa FC Kaup­manna­hafnar eftir leik í Evróp­­keppni mátti sjá Hákon Arnar, auk Ísaks Berg­­manns Jóhannes­­sonar liðs­­fé­laga hans taka til í klefanum og skúra hann eftir leik.

Þó svo að at­hyglin sem leik­­mennirnir fengu í kjöl­farið hafi verið mikil, þá var það ekki eitt­hvað sem Hákon Arnar var að velta sér upp úr.

„Ég var ekkert að spá í þessu og vissi ekki hversu margar spilanir mynd­bandið hafði í raun og veru fengið. Það var bara mamma sem sýndi mér það, hún var mest stolt af mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
Hide picture