fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Guðjón Pétur vill að keyrt verði hægar í Garðabæ

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. febrúar 2023 14:30

Guðjón Pétur Lýðsson Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu leggur fram tillögu um að lækka umferðarhraða í Garðabæ.

Guðjón er varabæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og vill að hraðinn sé lækkaður úr 50 km hraða niður í 30 km hraða.

Guðjón hefur átt afar farsælan feril sem knattspyrnumaður en er nú byrjaður að feta sig áfram í heimi stjórnmála.

Greinargerð af Garðarbær.is
Í árekstri bíls á 30 km hraða og gangandi vegfaranda eru 95% líkur á því að vegfarandi lifi áreksturinn af. Keyri bíll á 40 km hraða eru 87% líkur á því að gangandi vegfarandi lifi af, en lífslíkur eru 71% eftir árekstur gangandi vegfaranda við bíl á 50 km hraða á klukkustund (Hussain o.fl. 2019). Alvarleg slys eru einnig algengari því meiri sem hraðinn er og við þetta bætist að því hraðar sem bílar keyra, því lengur tekur það þá að stöðva í aðstæðum þar sem þess þarf skyndilega við. Óháð umferðaröryggisástæðum gæti lægri aksturshraði innanbæjar einnig auðveldað Garðabæ áframhaldandi innviðauppbyggingu fyrir virka ferðamáta.
Lækkun aksturshraða eykur öryggi allra í umferðinni, en þá sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. Vegir innan Garðabæjar sem nú hafa 50 km hámarkshraða, þótt þeir séu ekki beinlínis innan íbúðahverfa, skera bæjarfélagið í sundur og verða þess valdandi að gönguleiðir milli hverfa sem liggja þétt upp að hvert öðru verða ekki eins öruggar og best væri á kosið. Dæmi um vegi sem tillagan gæti náð til undir þessum formerkjum eru Bæjarbraut, Vífilsstaðavegur, Karlabraut, Hnoðraholtsbraut og Suðurnesvegur.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Guðjón Pétur Lýðsson, varabæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag