fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Grín Gary Neville um City í beinni útsendingu er mjög umdeilt – Sjáðu hvað hann sagði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville sérfræðingur Sky Sports var léttur í lund eftir leik Manchester City og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.

City vann góðan og sannfærandi sigur en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið.

Enska deildin ákærði City fyrir 115 brot á reglum um fjármál en ítarleg rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár. City heldur fram sakleysi sínu en óháð nefnd mun á næstunni fara yfir málið.

Kelly Cates þáttastjórnandi á Sky í gær kynnti dagskrá kvöldsins eftir leikinn og þar var kvikmyndin. „Við erum ekki alveg hér, Man City,“ sagði Cates en um er að ræða tilvitnun í frægt City lag.

Um leið Cates hafði sleppt orðinu þá sagði Neville. „Verða kannski ekki hérna eftir nokkur ár,“ sagði Neville og vitnaði þá í það að ein af mögulegum refsingum á City er að félagið verði dæmt úr deildinni.

Micah Richards fyrrum leikmaður City var með í hljóðverði og hafði ekki gaman. Sjáðu þetta hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag