fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Howard Webb boðar dómara á neyðarfund eftir skitur helgarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Howard Webb yfirmaður dómari í ensku úrvalsdeildinni hefur boðað til neyðarfundar á morgun þar sem farið verður yfir stöðuna.

Dómarar á Englandi áttu vonda helgi þar sem VAR tæknin virkaði illa og mistök voru gerð.

Líklega voru stærstu mistökin gerð þegar Brentford jafnaði gegn Arsenal. Lee Mason sem var í VAR herberginu gleymdi þá að teikna línu þar sem leikmaður Brentford var rangstæður í jöfnunarmarkinu.

Webb hefur nú þegar beðið Arsenal afsökunar en þessi mistök Mason gætu haft veruleg áhrif á í titilbaráttunni.

Algjörlega löglegt mark var svo tekið af Brighton í leik gegn Crystal Palace sem endaði með 1-1 janftefli.

Fleiri stór mistök voru gerð um helgina og hefur Webb boðað alla dómara í deildinni á fund í vikunni þar sem farið verður yfir stöðu mála og hvernig þeir geta reynt að bæta ráð sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur