fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Sjáðu stórfurðulegt atvik í leik Alfonsar – Brjálaðist út í andstæðing sinn fyrir vafasamt athæfi

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp fremur furðulegt atvik í hollenska boltanum í gær. Þá mættust Twente og Feyenoord í stórleik í úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Santiago Tomas Gimenez kom Feyenoord yfir eftir hálftíma leik en Joshua Brenet jafnaði fyrir Twente á 68. mínútu.

Það var í stöðunni 0-1 sem Virgil Misidjan hjá Twente brjálaðist út í markvörð andstæðingsins, Justin Bijlow.

Bijlow hafði þá komið langt út úr marki sínu til að hreinsa boltann í innkast. Misidjan reyndi að taka það hratt þar sem markvörðurinn var ekki í markinu.

Þá kastaði Bijlow hins vegar öðrum bolta inn á völlinn þar sem hann stóð út við hliðarlínu. Varð það til þess að stöðva þurfti leikinn og Twente gat ekki nýtt stöðuna.

Misidjan var ansi ósáttur og grýtti bolta í Bijlow. Sá síðarnefndi fékk gult spjald fyrir athæfi sitt.

Eftir úrslitin er Feyenoord áfram á toppi deildarinnar með 42 stig, tveggja stiga forskot á AZ. Twente er í fimmta sæti með 36 stig.

Þess má geta að Alfons Sampsted er á mála hjá Twente og kom inn á sem varamaður í lok leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“