fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi – Réttarhöld yfir fjórmenningunum hafin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 09:23

Frá aðalmeðferð Stóra kókaínmálsins í Héraðdsómi Reykjavíkur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem varðar stærsta kókaínsmygl Íslandssögunnar.

Þeir Páll Jónsson, Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rétt tæplega 100 kílóum af kókaíni til landsins. Þetta eru þeir sagðir hafa gert í samstarfi við óþekktan aðila sem lagði háar fjárhæðir inn á reikninga þeirra.

Söluverðmæti efnanna hér á landi er talið nema um tveimur milljörðum króna.

Kókaínið átti að koma hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í trjátrumbum sem komið var fyrir í gámi. Efnin voru hins vegar haldlögð af hollenskum yfirvöldum sem komu fyrir gerviefnum í trjátdrumbunum. Það var því siglt með gerviefni hingað til lands síðasta sumar og gámurinn var tollafgreiddur hér á landi þann 2. ágúst. Trjádrumbarnir voru fjarlægðir úr gámnum og fluttir að Gjáhellu 13 í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr drumbunum. Þar var efnunum pakkað og hluti þeirra var fluttur með bíl til ótilgreinds aðila hér á landi. Lögregla lagði hald á þann hluta efnanna í bílnum í Mosfellsbæ.

Sporin inn í réttarsal eru þung fyrir mennina fjóra sem hafa ágæta stöðu í samfélaginu, sérstaklega Páll Jónsson, sem rekur timburinnflutningsfyrirtækið Hús og Harðviður en í ákæru segir að fyrirtækið hafi verið notað í peningaþvætti í tengslum við kókaínsmyglið. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir peningaþvætti auk skipulagðrar brotastarfsemi og tilraun til stófellds fíkniefnabrot sem þeir eru sagðir hafa sammælst um að fremja í samvinnu við hinn óþekkta aðila.

Ljósmyndari Fréttablaðsins og DV tók meðfylgjandi myndir í aðdraganda aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þær sýna er sakborningar voru leiddir inn í dómsal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“
Fréttir
Í gær

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland