fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stjörnurnar sitja eftir logandi hræddar og í sjokki – Grímuklæddir menn vopnaðir haglabyssum gerðu vart um sig

433
Mánudaginn 2. janúar 2023 11:20

Gareth Bale og unnusta hans/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velska knattspyrnustjarnan Gareth Bale og unnusta hans, Emma Rhys-Jones, eru sögð vera í sjokki eftir að hafa frétt af vopnuðu innbroti grímuklæddra manna á heimili fjölskyldumeðlims Emmu.

Greint er frá vendingunum á vef The Sun þar sem segir að fjórir grímuklæddir menn, vopnaðir haglabyssum, hafi brotist inn á heimili frænku Emmu og hafi átt í ítrekuðum hótunum við hana.

Mennirnir hafi spurt umrædda frænku hvar hún fæli gullið og heimildamaður The Sun, sem þekkir vel til Bale og Emmu, segir þau vera í sjokki.

„Bale og Emma eru í sjokki og í raun óttaslegin eftir að hafa verið greint frá því að skotvopn hefðu verið hluti af þessu innbroti. Við vitum ekki enn af hverju innbrotsþjófarnir brutust inn hjá Emmu en hún og fjölskylda hennar eru logandi hrædd þessa stundina.“

Emma var heima þegar að innbrotið átti sér stað og slapp undan atvikinu án líkmalegra áverka þó svo ætla megi að svona lífsreynsla muni sitja lengi á sálartetrinu.

Lögregla var fljót að bregðast við útkallinu og hefur einn maður, 28 ára karlmaður, verið handtekinn í tengslum við innbrotið. Hinir þrír sem eftir standa eru enn ófundnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze