fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Bræðurnir koma Arnari til varnar – „Nú skulum við að chilla, hann er einhver mesti toppmaður sem ég þekki“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. desember 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmennirnir og bræðurnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson voru gestir í hlaðvarpsættinum Dr. Football í dag.

Farið var yfir knattspyrnusviðið í heild sinni en eitt af því sem var rætt var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu.

Arnar er frændi Jóns og Friðriks, en feður þeirra eru bræðurnir Viðar Halldórsson og Jón Rúnar Halldórsson sem hafa lengi unnið gott starf fyrir FH utan vallar. „Það eru 370 þúsund landsliðsþjálfarar, allir með skoðun. Þegar það er verið að bauna á frænda ykkar, langar ykkur ekkert að backa hann upp,“ segir Hjörvar Hafliðason í þætti dagsins.

„Það sé galið að við séum ekki búnir að stíga inn í þetta,“ segir Jón en Arnar Þór er á leið inn í sitt þriðja ár í starfi.

Friðrik segist oft vilja stíga inn og láta í sér heyra. „Mig langar alltaf að gera það, líka þegar það er farið í það að hann sé ekki bara ömurlegur þjálfari heldur líka ömurlegur gæi. Nú skulum við að chilla, hann er einhver mesti toppmaður sem ég þekki.“

Jón Ragnar segir að Arnar hafi búið sér til ótrúlegan feril. „Hann fer út 1995, það er enginn að pæla í honum þá. Hann býr til magnaðan feril, góður í fótbolta en kollurinn sterkur,“ segir Jón.

Friðrik er á því að Arnar sé afar fær þjálfari. „Ég held að hann kunni alveg að þjálfa og búa til lið úr ungum leikmönnum, ég held að þetta sé á réttri leið.“

Jón Ragnar benti svo á það að þó Arnar væri alvarlegur í viðtölum þá væri oft stutt í spunann. „Arnar í viðtölum er alltaf mjög alvarlegur en þetta er mesti húmoristi sem þú finnur,“ segir Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni