fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Leikmaður Vals sást í Hollandi í gær með einni stærstu stjörnu Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho leikmaður Manchester United er staddur í Hollandi þessa dagana en hann var ekki valinn í HM hóp enska landsliðsins.

Sancho virðist ætla að æfa hressilega í fríinu en hann var mættur á æfingu í gær.

Það sem vekur hins vegar mikla athygli er að Guy Smit, markvörður Vals var einnig með í för. Smit er frá Hollandi.

The Athletic fjallar um að Sancho sé í Hollandi að æfa með þjálfara sem Erik ten Hag benti honum á.

Sancho og Smit sjást ganga til æfingu en Smit er klæddur í Vals peysu sem merkt er númer 1. Valur fékk Smit fyrir ári síðan en nú vill félagið losna við hollenska markvörðinn.

Sancho hefur upplifað erfiða tíma hjá Manchester United en það er spurning hvort æfing með markverði úr Bestu deildinni hafi gefið honum sjálfstraustið sem til þarf.

Þá félaga má sjá hér að neðan.

@derek_bakalak Wat een meme😂 #jadonsancho ♬ Monkeys Spinning Monkeys – Kevin MacLeod & Kevin The Monkey

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt