fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gömul vonarstjarna nálgast lágpunktinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli er sagður nálgast lágpunkt á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Fjallað er um hrakfarir hans í enskum miðlum.

Hinn 26 ára gamli Alli er nú á mála hjá Besiktas í Tyrklandi. Hann er þar á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton.

Alli þótt eitt sinn einn mest spennandi leikmaður heims. Nítján ára gamall var hann keyptur frá MK Dons til Tottenham. Þar lofaði hann góðu framan af en svo fór að halla undan fæti. Hann var seldur til Everton í janúar.

Þar byrjaði Alli aðeins einn leik áður en hann var lánaður til Besiktas í sumar.

Í Tyrklandi hefur leikmaðurinn skorað eitt mark í sjö leikjum og alls ekki heillað.

Knattspyrnustjóri Besiktas hefur viðurkennt að hann hafi búist við meira af leikmanninum þegar hann sótti hann.

Tottenham og Everton sömdu þannig í janúar að síðarnefnda félagið myndi ekki borga neitt strax fyrir Alli. Kaupverðið í heild getur þó farið upp í 40 milljónir punda. Það er þó virkilega ólíklegt. Tottenham fær fyrstu tíu milljónir punda kaupverðsins þegar, eða ef, leikmaðurinn spilar tuttugu leiki fyrir Everton.

Þá fær Tottenham 25% af kaupverðinu sem Alli verður seldur á frá Everton. Besiktas getur virkjað klásúlu í lánssamningnum við Everton og keypt Alli á sex milljónir punda, geri félagið svo fyrir janúar. Annars mun Alli kosta félagið átta milljónir punda næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Í gær

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi