fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar segir fréttir helgarinnar um Jón Guðna rangar – Á eftir að senda Gumma Ben skeyti

433
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sjálfur Dr. Football segir ekkert til í því að Jón Guðni Fjóluson sé að ganga í raðir Víkings frá Hammarby.

Greint var frá því í Stúkunni á Stöð2 Sport á laugardag að Jón væri á leið í Víking. „Samkvæmt nýjustu heimildum Stúkunnar þá er Jón Guðni Fjóluson að ganga til liðs við Víkinga og mun spila með þeim á næstu leiktíð. Það eru býsna stórar fréttir,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni.

Hjörvar Hafliðason tók málið fyrir í Dr. Football í dag. „Gummi Skúbb eins og gárungarnir eru farnir að kalla Gumma Ben. Skúbbarinn, hann er engum líkur,“ segir Hjörvar í nýjasta þætti í hlaðvarpinu.

Hjörvar segir að Gummi hafi farið yfir strikið þarna. „Hann fór yfir strikið um helgina, ég á eftir að senda honum skeyti. Hann sagði um helgina að Jón Guðni Fjóluson væri á leið í Víking, hann er ekkert á leið í Víking.“

„Ef hann fer til Íslands mun hann ræða við öll lið. Það er enginn tenging við Víking.“

Jón Guðni er samningsbundinn Hammarby í Svíþjóð út næstu leiktíð en hann hefur glímt við talsvert af meiðslum í herbúðum félagsins.

Jón Guðni hefur rætt við Víkinga en ekkert meira en það. „Það kom öllum á óvart í fjölskyldunni, samtalið er virkt við marga klúbba en hann ætlar að taka annað ár í Svíþjóð,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Í gær

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“