fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Segir starfsmann KR hafa tekið dramatíska viðtalið við Rúnar á mánudag – „Ég er að spyrja, er þetta faglegt?“

433
Fimmtudaginn 27. október 2022 10:00

Rúnar, Hjörvar Ólafsson og Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Kjartans Henry Finnbogasonar hjá KR hafa verið til umræðu í að verða tvær vikur. KR nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi Kjartans.

Kjartan er ósáttur hvernig staðið var að málum og KR-ingar eru ósáttir með að Kjartan hafi rætt málið opinberlega. Rúnar Kristinsson þjálfari KR beið í um viku með að ræða málið opinberlega.

Meira:
Einkaviðtal við Kjartan Henry: Stóð á gati eftir ummæli Rúnars – „Uppsögnin sem slík kom mér ekki í opna skjöldu“

„Mér fannst margt sérstakt við þetta, Rúnar var vel undirbúinn. Það hlýtur að hafa verið erfitt að bíða í níu daga til að koma með útskýringuna. Mér fannst þetta svolítið spes, hann hafði æft þetta vel og flott ræða. Hann átti bara að koma og fá viðtal á mánudeginum,“ sagði Mikael Nikulásson sparkspekingur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

Kristján Óli Sigurðsson hjá Þungavigtinni tók þá til máls og spurði hvort það væri faglegt að starfsmaður KR hefði tekið þetta dramatíska viðtal við Rúnar eftir jafntefli við Víking á mánudag.

„Má ég koma með gögn? Gæinn sem tók viðtalið við Rúnar er í vinnu hjá KR, hann er dómarastjóri KR. Þeir höfðu níu daga að æfa þetta. Ég er að spyrja, er þetta faglegt?“

Maðurinn sem Kristján á við er Hjörvar Ólafsson dómarastjóri og þjálfari yngri flokka hjá KR. „Ég er ekkert að saka Hjörvar Ólafsson um eitthvað, þetta klassar aðeins,“ segir Kristján.

Meira:
Rúnar tjáir sig eftir langa þögn – Þvertekur fyrir að hafa logið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Í gær

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir