fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Ný ummæli Zidane gleðja aðdáendur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane segir að það sé ekki langt þar til fólk muni sjá hann stýra knattspyrnuliði á ný.

Franska goðsögnin hefur ekki starfað við þjálfun frá því hann yfirgaf Real Madrid í fyrra. Hann stýrði liðinu fyrst frá 2016 til 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð á þeim tíma.

Hann sneri aftur 2019 og stýrði Real Madrid þar til í fyrra. Auk þriggja Meistaradeildartitla vann Zidane Spánarmeistaratitilinn tvisvar hjá spænska stórveldinu.

„Ég kem aftur fljótlega. Bíðið bara aðeins, það gerist fljótlega,“ segir Zidane við franska fjölmiðla.

„Það er ekki langt þar til ég mun fara að þjálfa aftur,“ bætir hann við.

Það verður afar spennandi að sjá hvaða starf þessi merki stjóri tekur að sér næst. Hann var orðaður við Paris Saint-Germain í heimalandinu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við
433Sport
Í gær

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir landsleikina tvo í lok mars

KSÍ staðfestir landsleikina tvo í lok mars