fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Eigin­kona stjörnunnar fær á baukinn eftir nýjustu opin­berunina – „Sorrý, mér þykir það leitt að þurfa vera hrein­skilin hér“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 07:56

Gundogan hjónin / Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Arfaoui, eiginkona Ilkay Gundogan, leikmanns Manchester City hefur enn á ný ratað inn á forsíður breskra vefmiðla með opinberun á skoðun sinni um að í Manchesterborg sé ekki hægt að finna sómasamlegan mat og góða veitingastaði.

Ilkay gekk að eiga Söru fyrr á árinu en hann hefur verið stór hluti af áætlunum knattspyrnustjórans Pep Guardiola hjá Manchester City. En ætla má að Guardiola verði ekki ánægður með nýjustu opinberun Söru þar sem að hann á meðal annars einn veitingastað í Manchester.

Sara tjáði sig á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún urðaði yfir ástandið í matargerð og veitingahúsa framboði Manchester. Sagði mikinn skort á ferskvöru og að helstu staðirnir einblíndu bara á að græða peninga.

Í svokölluðum spurt og svarað lið á Instagram í gær var Sara spurð að því hver uppáhalds veitingastaður hennar í Manchesterborg væri.

„Fyrirgefið mér, mér þykir það leitt að þurfa vera hreinskilin hér en enginn. Ég hef reynt svo mikið að finna góðan veitingastað en það er bara hræðilegur matur alls staðar

Ég hef ekki fundið góðan ítalskan stað, gott sushi eða bara góðan, ferskan mat neinstaðar…allstaðar bara frosið hráefni. Veitingastaðir hér einblína miklu frekar að græða peninga með drykkjum og skotum eins og næturklúbbarnir gera – það er ekki hugsað um að bera fram hágæða mat. Kannski í London en ekki í Manchester, sorrý.“

Þessi ummæli Söru fóru öfugt ofan í margan veitingahúsa gagnrýnandann. Einn af þeim, Jay Rayner segir þetta fáránlega staðhæfingu hjá Söru.

„Manchesterborg er troðfull af framúrskarandi veitingahúsum. Þetta er algjör gimsteinn til þess að fara út á lífið að snæða mat. Svona fleipur á erfðum tíma efnahagslega séð eru ekki að hjálpa þessum stöðum að ná endum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu