fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Nýjasti photoshop skandall Khloé – Eyddi myndinni og neitar sök

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar eru alveg hættir að vera hissa þegar upp kemst um myndvinnslu Kardashian-Jenner systranna.

Það er eitt verst geymda leyndarmál fjölskyldunnar að meðlimir hennar notast við alls konar myndvinnsluforrit áður en myndirnar rata á samfélagsmiðla. Stundum er það svo illa gert – eins og í tilfelli Khloé – að myndunum er eytt.

Mynd/Instagram

Khloé birti mynd af sér á hótelherbergi í París og tóku glöggir aðdáendur eftir því að mitti hennar væri mun minna en venjulega.

Einnig bendir bakgrunnur myndarinnar til þess að það hafi verið átt við fleiri líkamshluta, eins og axlir, handleggi og læri.

Skjáskot/Instagram

Myndin olli það miklu fjaðrafoki að raunveruleikastjarnan tjáði sig um málið á Twitter og neitaði að hafa deilt myndinni en sagðist ekki geta útilokað að einhver úr teyminu hennar hafi gert það.

Hins vegar greina erlendir miðlar, eins og Page Six, og Instagram-síðan Problematic Fame frá því að Khloé hafi sjálf birt myndina.

Skjáskot/Instagram

Khloé virðist vera mjög annt um ímynd sína. Þegar amma hennar, MJ, birti óbreyttri mynd af raunveruleikastjörnunni fór fjölskyldan á fullt að skrúbba internetið af henni.

Sjá einnig: Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Þetta er ekki í fyrsta – eða fimmta – skipti sem einhver úr fjölskyldunni er sakaður um að breyta myndunum og viðhalda óraunhæfum fegurðarstöðlum, sem systurnar geta ekki staðist sjálfar.

Í lok ágúst komst upp að Kim Kardashian hafi fjarlægt heilan vöðva til að virðast vera með grennri og lengri háls.

Svo má ekki gleyma því þegar fótleggur Kourtney Kardashian var afar furðulegur, eða þegar kynningarmynd Kardashian-þáttanna var eitthvað undarlegt og þegar aðdáendur sökuðu Kylie Jenner um stórkostleg mistök. Eða þá myndbandsgalla Kendall Jenner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“