fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Áhorfendamet verður sett í Lundúnum á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búist við því að met verði sett í áhorfendafjölda í ensku Ofurdeildinni, efstu deild kvenna, á morgun þegar Arsenal tekur á móti Tottenham á Emirates-vellinum í Lundúnum.

Um erkifjendaslag er að ræða. Leikurinn er liður í annari umferð Ofurdeildarinnar, en bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð.

Metið á leik í Ofurdeildinni nú er 38.262. Kom það einmitt í leik þessara liða á heimavelli Tottenham árið 2019.

Það er ljóst að metið verður slegið og rúmlega það á morgun. Í gær var greint frá því að yfir 50 þúsund miðar væru seldir.

Emirates-völlurinn tekur rétt rúmlega 60 þúsund manns og verður því svo gott sem uppselt á leikinn á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 12:30 á morgun að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu