fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Meintur fíkniefnasali handtekinn – Eldur og skemmdarverk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bar það helst til tíðinda að meintur fíkniefnasali var handtekinn. Hald var lagt á fíkniefni og fjármuni hjá honum. Málið er í rannsókn.

Eldur kom upp í vinnuvél í verksmiðjuhúsnæði. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Vinnuvélin er talin ónýt en engar aðrar skemmdir urðu.

Þrjár bifreiðar voru skemmdar á suðurhluta varðsvæðisins og einnig var leiktæki skemmt við skóla á þessu svæði.

Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og tveir, sem eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Einn var vistaður í fangageymslu eftir að hann hafði áreitt konur í Miðborginni. Hann var á annarlegu ástandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum