Rapparinn Kanye West hefur verið mjög virkur á Instagram undanfarna viku og hefur notað miðillinn til að gagnrýna fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, og fjölskyldu hennar, fyrirtæki – sérstaklega Adidas – og margt annað sem honum þykir ábótavant.
Stundum birtir hann færslur og eyðir þeim skjótt og töldu margir það hafa gerst þegar færsla – merkt honum – fór á dreifingu um samfélagsmiðla. Þar stóð: „Kim fær mjög oft niðurgang. Alveg miklu oftar en venjuleg manneskja ætti að fá niðurgang.“
Rapparinn tók það fram í gærdag að það hefði ekki verið hann sem skrifaði þessa færslu, heldur sé þetta feik.
„Þetta var ekki frá mér. Einhver hermdi eftir ritstílnum mínum og skrifaði eitthvað sem er ekki fyndið. Ég veit þið verðið fyrir vonbrigðum en ég skrifaði heldur ekki tístið um að „Friends er ekki heldur fyndið,““ sagði hann.
View this post on Instagram
Feik færslan um klósettvenjur raunveruleikastjörnunnar fór eins og eldur í sinu um netheima eftir að netverji birti hana á Twitter.
Rapparinn sagðist elska fyndið fólk „og það er ein af ástæðunum fyrir því að við Skete [Pete Davidson] hefðum aldrei getað verið vinir“. Hann taldi síðan upp uppáhalds grínistana sína, hann sjálfur meðal þeirra.
Hann nefndi einnig Mitch Hedberg, Anthony Jeselnik, Loius CK, Elon Musk, Larry David, Kevin Hart (en bara í Jumanji) og Dave Chapelle.