fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Lést á hjúkrunarheimili eftir að hafa fengið uppþvottalög í stað safa

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 14:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír íbúar á hjúkrunarheimili í Kaliforníu drukku á dögunum uppþvottalög í stað ávaxtasafa. Einn íbúanna er nú látinn, hin 93 ára gamla Gertrude Elizabeth Murison Maxwell, en hún lést á heimilinu. Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að atvikið hafi átt sér stað á hjúkrunarheimilinu Atria Park í borginni San Mateo. Hinir tveir íbúarnir sem drukku uppþvottalögin voru lagðir inn á spítala en eru enn á lífi.

Starfsfólki hjúkrunarheimilisins sem ber ábyrgð á málinu hefur verið vikið úr starfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Atria Park hefur gefið það út að hjúkrunarheimilið sé samvinnuþýtt og ætli að hjálpa lögreglunni í rannsókninni.

Dóttir Maxwell segir í samtali við KRON að móðir sín hafi innbyrt uppþvottalög sem étur upp prótein og að hún hafi verið flutt á spítala með blöðrur í munni, hálsi og vélinda. Dóttirin segir að móðir hennar hafi ekki verið fær um að borða eða drekka sjálf og því hafi þurft að hella drykkjum upp í hana. Það er því ljóst að starfsfólk hjúkrunarheimilisins hellti uppþvottaleginum ofan í Maxwell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu