Suður-afríska fyrirsætan og leikkonan Charlbi Dean er látin aðeins 32 ára að aldri. Dánarorsök liggur ekki fyrir en erlendir miðlar greina frá því að hún lést eftir skyndileg veikindi í New York á mánudaginn.
Leikkonan hafði verið að gera það gott í bransanum um árabil og frægðarsól hennar var hátt á lofti þegar hún lést. Hún var með hlutverk í kvikmyndinni Triangle of Sadness, ásamt stórleikurum á borð við Woody Harrelson. Myndin hlaut verðlaun á Cannes hátíðinni í maí og kemur í kvikmyndahús í október.
Hún lék einnig í myndunum Death Race 3: Inferno, Blood in the Water, Don‘t Sleep og Porthole, ásamt því að leika í CW-seríunni Black Lightning.
Charlbi naut einnig mikillar velgengni sem fyrirsæta og var framan á forsíðum GQ og Elle.
Hún var trúlofuð fyrirsætunni Luke Wolker.