fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Húsið er fyrir Ronaldo svo hann vill kaupa það og rústa því

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 09:30

Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er sagður vilja kaupa golfklúbbhús í Portúgal til þess eins að rústa því. Kappinn stefnir á að flytja í glæsihýsi sem hann keypti sér nýlega í heimalandinu næsta sumar. Skyggir golfklúbburinn á útsýni hans. Mun hann flytja frá Manchester ásamt, ásamt fjölskyldu sinni, þegar samningur hans við Manchester United rennur út.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur átt í viðræðum við eiganda golfklúbbsins, Miguel Champalimaud. Hann stefnir svo á að rústa því, þar sem það skyggir á útsýnið og Ronaldo vill láta búa til nýja innkeyrslu hjá sér.

Hann hefur boðist til að færa klúbbhúsið og bílastæði þess annað, svo hann og fjölskyldan geti verið út af fyrir sig.

Hús Ronaldo inniheldur sundlaug utan- og innandyra. Þar verður einnig kvikmyndasalur, leikjasalur, skrifstofa og spa.

Ronado hefur verið mikið í umræðunni í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður frá Manchester United.

Þó virðist sem svo að hann muni halda kyrru fyrir í eitt ár til viðbótar. Ekkert af stærri félögum Evrópu hefur tekið sénsinn á að krækja í hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli